Hvernig get ég hjálpað börnum eftir erfiðar uppákomur?
Byggt á efni frá áfallateymi Rauða krossins á Íslandi fyrir börn og unglinga.
Kynntu þér hvernig eðlilegt er að börn bregðist við áföllum.
Lestu um eðlileg viðbrögð
Þitt hlutverk sem fullorðin manneskja er að vernda ungmenni og vera góð fyrirmynd.
Hegðun þín setur tóninn fyrir hegðun barnanna.
Þegar börn og ungmenni eru nálægt, þá er mikilvægt fyrir þig að...
Bregðast við atburðum af ró.
Þínar tilfinningar eru eðlilegar en reyndu eftir bestu getu að halda ró.
Sterk viðbrögð geta látið börn finna fyrir öryggisleysi.
Muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Fullorðnir nota oft stór orð og sýna sterkar tilfinningar þegar þau ræða um fréttir og atburði.
Það getur gert börn hrædd.
Stoppaðu umræður sem valda ótta og fordómum.
Börn mega vita af hættum en þær hættur þurfa að vera byggðar á raunveruleikanum en ekki fordómum.
Börn geta verið upplýst um mál en þau þurfa ekki endalaust tal um það.
Samtal um stríð erlendis er eðlilegur hlutur en endalausar umræður um það getur valdið kvíða hjá ungmennum.
Ef barn vill ræða við þig um eitthvað sem lætur því líða illa.
Sýndu tilfinningum barnsins skilning.
Talaðu við það af heiðarleika.
Leyfðu þeim að stjórna samtalinu.
Sýndu ást og vertu til staðar.
Hafðu rútínu og stöðugleika svo ungmennið finni fyrir öryggi.
Hvernig geta fullorðnir hjálpað barni eftir áfall?
Smelltu til að lesa meira um leiðir og úrræði