Hvað get ég gert ef barn kemur til mín sem líður illa eftir atvik (eins og ofbeldi)?
Byggt á efni frá áfallateymi Rauða krossins á Íslandi fyrir börn og unglinga.

Kynntu þér hvernig eðlilegt er að börn bregðist við áföllum.

Lestu um eðlileg viðbrögð

Það besta sem þú getur gert er að tala við barnið heiðarlega og skýrt.

Spurðu barnið hvað það veit um atvikið.

Spurðu hvort barnið hafi einhverjar sérstakar spurningar.
Settu orð á þær tilfinningar sem barnið segir þér að það hafi.

Til dæmis: kvíði, ótti, áhyggjur, óróleiki, depurð, vanmáttur.

Staðfestu að þær tilfinningar sem barnið finnur eru eðlilegar.
Vertu virkur hlustandi.

Láttu spurningar þeirra stjórna samtalinu.

Ekki halda ræður eða þykjast vita allt.

Það hefur enginn svör við öllu.
Notaðu skýr orð sem hafa ekki margar merkingar.

Til dæmis ekki nota orðið „sofna“ til að lýsa dauða.

Það skapar óvissu og getur valdið því að barnið óttist að sofna eða að aðrir sofni.

Byggðu upp öryggiskennd barnsins.

Haltu daglegri rútínu.

Sýndu því ást og umhyggju.

Leyfðu því að tjá sig á marga vegu.

Til dæmis með leikjum eða að teikna.
Reyndu að hlífa barninu frá áreiti fjölmiðla eða samtölum fullorðna um erfið efni.

Sérstaklega ef samtöl vekja sterkar tilfinningar og notuð eru stór orð.

Mundu að til þess að þú getir verið til staðar fyrir aðra, þá þarftu fyrst að vera til staðar fyrir þig.


Hlúðu að þér og leyfðu þér að upplifa þær tilfinningar sem þú hefur.